Nafnlausa hljómsveitin [1] (1966)

Að öllum líkindum var til hljómsveit á landsbyggðinni sem starfandi árið 1966 undir nafninu Nafnlausa hljómsveitin, allar upplýsingar henni tengdar væru vel þegnar.

Nafnið (1970-76)

Hljómsveitin Nafnið starfaði í Borgarnesi um árabil, gerði út á sveitaböllin og var einkum sterk á heimaslóðum. Nafnið var stofnuð í upphafi árs 1970 og var í byrjun fjögurra manna sveit, Vignir Helgi Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Kristján Helgason bassaleikari og Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari voru þrír meðlima hennar en nafn þess fjórða er ekki…

Naboens rockband (1984-88)

Hljómsveitin Naboens rockband starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar en kom örsjaldan fram opinberlega. Meðlimir sveitarinnar voru Arnar Már Ólafsson söngvari og gítarleikari, Ingi R. Ingason trommuleikari, Ægir Sævarsson bassaleikari og Friðrik Jónsson hljómborðsleikari. Naboens rockband hafði verið stofnuð 1984 (jafnvel 1985) en kom fyrst fram á sviði 1988, þá tvívegis.…

Nabblastrengir (1989-90)

Hljómsveitin Nabblastrengir (Umbilical cords) úr Ölduselsskóla í Hafnarfirði hvarf jafnskjótt og hún birtist í íslensku tónlistarlífi en hún sigraði Músíktilraunir og virtust allir vegir færir. Sveitin var stofnuð haustið 1989 í Hafnarfirði en um vorið 1990 mætti hún til leiks í Músíktilraunir Tónabæjar og Rásar 2 undir nafninu Nabblastrengir (sums staðar ritað Naflastrengir). Valdimar Gunnarsson…

Nafnlausa hljómsveitin [5] (2005)

Nafnlausa hljómsveitin starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 2005. Meðlimir þessarar sveitar voru Sváfnir Sigurðarson, Kjartan Guðnason, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, Þórir Jóhannsson og Sigurgeir Sigmundsson. Engar upplýsingar finnast um hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar.

Nafnlausa hljómsveitin [4] (2000)

Nafnlausa hljómsveitin starfaði á Akureyri árið 2000. Þetta mun hafa verið sjö manna band sem innihélt tvær söngkonur, Hrönn Sigurðardóttir og Svava Friðriksdóttir önnuðust þann þátt en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Nafnlausu hljómsveitarinnr.

Nafnlausa hljómsveitin [3] (1993)

Engar upplýsingar er að finna um Nafnlausu hljómsveitina sem lék á fjölskylduskemmtun á Kirkjubæjarklaustri á þjóðhátíðardaginn 1993, hún gæti líklega hafa verið af svæðinu. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Nafnlausa hljómsveitin [2] (1987)

Á Akureyri var starfandi hljómsveit undir nafninu Nafnlausa hljómsveitin árið 1987 og lék hún m.a. á skemmtun tengdri afmæli Akureyrarbæjar um sumarið. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar norðlensku sveitar.

Afmælisbörn 11. september 2016

Glatkistan hefur að geyma eitt tónlistartengt afmælisbarn á þessum degi. Ásthildur Cesil Þórðardóttir tónlistarkona og garðyrkjufræðinugr er sjötíu og tveggja ára gömul í dag. Ásthildur starfaði með fjölmörgum hljómsveitum á Ísafirði á árum áður, þeirra á meðal má nefna Aðild, Gancia og Sokkabandið en einnig söng hún um tíma með hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) og…