
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Glatkistan hefur að geyma eitt tónlistartengt afmælisbarn á þessum degi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir tónlistarkona og garðyrkjufræðinugr er sjötíu og tveggja ára gömul í dag. Ásthildur starfaði með fjölmörgum hljómsveitum á Ísafirði á árum áður, þeirra á meðal má nefna Aðild, Gancia og Sokkabandið en einnig söng hún um tíma með hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) og Ásgeirs Sigurðssonar. Hún gaf út sólóplötuna Sokkabandsárin árið 1985.