Afmælisbörn 10. september 2016

Barði Jóhannesson

Barði Jóhannsson

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö á þessum degi:

Gerður (Guðmundsdóttir) Bjarklind er sjötíu og fjögurra ára gömul í dag. Gerður kom til starfa hjá Ríkisútvarpinu haustið 1961, starfaði fyrst á auglýsingadeildinni eða til ársins 1974 en einnig sem útvarpsþulur og dagskrárgerðarkona, hún stýrði til að mynda þáttunum Lögum unga fólksins og Óskastundinni, en hún kom einnig að lagavali á safnplötuseríunni Óskastundinni. Gerður söng með söngsveitinni Fílharmóníu um tuttugu og fimm ára skeið en rödd hennar hefur einnig heyrst á nokkrum plötum.

Barði Jóhannsson á einnig afmæli en hann er fjörutíu og eins árs gamall. Barði kom ungur við sögu á plötum, var t.d. á plötunni Ekkert mál, bæði sem söngvari og lagahöfundur aðeins fjórtán ára, hann kom einnig að nokkrum árshátíðarplötum á MR-árum sínum en um það leyti var hann einnig farinn að starfrækja hljómsveitir eins og Marsipan, Öpp jors og Amin og síðar Mínusbarði, Starwalker, Lady & bird og Bang Gang sem er hans þekktasta vörumerki. Barði hefur einnig unnið heilmikið við kvikmynda- og auglýsingatónlist.