Afmælisbörn 9. september 2016

Rebekka Bryndís Björnsdóttir

Rebekka Bryndís Björnsdóttir

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar að þessu sinni:

Eyþór Gunnarsson hljómborðs- og ásláttarleikari er fimmtíu og fimm ára gamall. Eyþór byrjaði feril sinn með Ljósunum í bænum, Tívolí og Mezzoforte en hefur síðan leikið með ýmsum þekktum og óþekktum böndum, þar á meðal eru Stuðmenn, KK band, Mannakorn og Ófétin en Eyþór hefur einnig leikið með óteljandi djassböndum, jafnt skamm- sem langlífum.

Keflvíkingurinn Rebekka Bryndís Björnsdóttir fagott- og slagverksleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín er þrjátíu og eins árs gömul á þessum degi. Hennar fyrstu afrek í tónlistinni voru þó á söngsviðinu því átta ára gömul söng hún á plötunni Hemmi Gunn og Rúnni Júll syngja fyrir börnin, tveimur árum síðar mátti einnig heyra í henni á plötunni Jólaball með Giljagaur. Rebekka er nú við nám í Bandaríkjunum.