The Nightingales (um 1975)

engin mynd tiltækErfitt er að finna upplýsingar um hljómsveitina The Nighingales en hún var starfandi um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, að minnsta kosti 1975 og 76.

Sveitin lék mikið á Vellinum og hafði m.a. að geyma Guðmund Hauk Jónsson, ýmislegt bendir til að um sé að ræða sömu sveit og bar nafnið Næturgalarnir og hafi borið enskt heiti vegna spilamennskunnar á Varnarliðssvæðinu. Sé það rétt starfaði þessi sveit mun lengur en hér um getur.