Newshit (1994-96)

Hljómsveitin Newshit var starfandi á Siglufirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en sveitin átt lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem út kom 1996.

Meðlimir Newshit, sem spilaði grunge rokk, voru Víðir Vernharðsson gítarleikari, Gottskálk Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Jón Svanur Sveinsson bassaleikari og Sveinn Hjartarson trommuleikari. Sá síðast taldi hafði tekið við af Helga Svavari Helgasyni sem upphaflega var í sveitinni.

Sveitin hafði verið stofnuð 1994, upphaflega til að halda tónleika á Siglufirði sem aldrei varð úr, þeir tóku hins vegar til við að semja efni og tóku upp fjölmörg demó ásamt laginu á Lagasafninu hjá Kristjáni Edelstein á Akureyri. Sveitin starfaði ekki alveg samfleytt þar sem Gottskálk var við nám í Noregi en unnu sleitilítið að tónlistinni þegar hans naut við, þeir félagar breyttu nafni sveitarinnar síðar í Plunge.