Newshit (1996)

engin mynd tiltækHljómsveitin Newshit var starfandi á Siglufirði 1996 en sveitin átt lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem út kom það ár.

Meðlimir Newshit, sem spilaði grunge rokk, voru Víðir Vernharðsson gítarleikari, Gottskálk Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Jón Svanur Sveinsson bassaleikari og Sveinn Hjartarson trommuleikari.

Þeir félagar breyttu nafni sveitarinnar síðar í Plunge.