Skræpótti fuglinn (1986-87)

engin mynd tiltækHljómsveitin Skræpótti fuglinn var stofnuð í Samvinnuskólanum á Bifröst haustið 1986 og lék m.a. undir í söngkeppni skólans, Bifróvision, vorið 1987.

Sveitin var ennfremur skráð til leiks í Músíktilraunum en mætti ekki á svæðið. Líklega starfaði hún aðeins þetta eina skólaár.

Meðlimir Skræpótta fuglsins voru þeir Jón Arnar Freysson hljómborðsleikari (Baraflokkurinn), Heiðar I. Svansson gítarleikari, Svanur Kristbergsson söngvari og bassaleikari (Birthmark), Gunnlaugur Kristinsson gítarleikari og Jón Magnússon trommuleikari.