Bifróvision [tónlistarviðburður] (1960-)

Söngvarakeppnin Bifróvision (Bifróvisjón) á sér langa hefð á Bifröst í Borgarfirði, fyrst við Samvinnuskólann og síðar Háskólann á staðnum. Keppnin mun fyrst hafa verið haldin árið 1960 (ein heimild segir reyndar 1962) en hún hlaut ekki nafn sitt fyrr en um 1980, þegar farið var að kalla hana Bifróvision en um það leyti voru Íslendingar…

Skræpótti fuglinn (1986-87)

Hljómsveitin Skræpótti fuglinn var stofnuð í Samvinnuskólanum á Bifröst haustið 1986 og lék m.a. undir í söngkeppni skólans, Bifróvision, vorið 1987. Sveitin var ennfremur skráð til leiks í Músíktilraunum en mætti ekki á svæðið. Líklega starfaði hún aðeins þetta eina skólaár. Meðlimir Skræpótta fuglsins voru þeir Jón Arnar Freysson hljómborðsleikari (Baraflokkurinn), Heiðar I. Svansson gítarleikari,…

Upplyfting (1976-)

Hljómsveitin Upplyfting á rætur sínar að rekja til Samvinnuskólans á Bifröst árið 1976 en nemendur við skólann áttu þar hlut að máli. Stofnmeðlimir sveitarinnar voru þeir Magnús Stefánsson söngvari og bassaleikari (síðar alþingismaður og ráðherra), Sigurður Dagbjartsson söngvari og gítarleikari og Birgir Sævar Jóhannsson gítarleikari en ári síðar bættist Kristján Björn Snorrason hljómborðsleikari í hópinn…