Not correct (1992-93)

engin mynd tiltækHljómsveitin Not correct var hipparokkssveit úr Hafnarfirðinum sem keppti m.a. í Músíktilraunum 1992. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Gunnar Appleseth söngvari, Eysteinn Eysteinsson trommuleikari (Papar o.fl.), Ingimundur Óskarsson bassaleikari (Reggae on ice, Viking giant show o.fl.), Stefán Gunnlaugsson hljómborðsleikari (Buff, Reggae on ice) og Andrés Gunnlaugsson gítarleikari (Viking giant show, Sixties o.fl.). Allir áttu þeir eftir að hasla sér völl innan íslensks tónlistarlífs síðar, utan Gunnar.

Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en starfaði eitthvað áfram fram eftir næsta vetri. Þeir félagar stofnuðu síðan aðra sveit, Yrju ásamt tveimur söngkonum árið eftir.