Skóp (1986-87)

Skóp

Hljómsveitin Skóp frá Sandgerði var stofnuð síðla árs 1986 og keppti vorið eftir í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin hafði þar ekki erindi sem erfiði enda komst hún ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Þórður Pálmi Jónsson trommuleikari, Ólafur Þór Ólafsson söngvari og gítarleikari, Kristinn H. Einarsson hljómborðsleikari og Heiðmundur B. Clausen bassaleikari.

Ári síðar tók sveitin aftur þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar, skipuð sömu meðlimum, en komst ekki áfram í úrslitin fremur en árið áður. Sveitin starfaði þó eitthvað áfram.