
Hröðmör
Hljómsveitin Hroðmör frá Egilsstöðum/Reyðarfirði var starfandi í kringum 2000 og vakti töluverða athygli, einkum austanlands. 1999 tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og voru meðlimir þá Aðalsteinn Jósepsson söngvari, Óli Rúnar Jónsson trommuleikari, Þorkell Guðmundsson bassaleikari, Einar Hróbjartur Jónsson gítarleikari og Einar Ás Pétursson gítarleikari. Tónlist sveitarinnar var skilgreind sem loparokk.
Ári síðar átti sveitin síðan efni á safnplötunni Klístur og 2003 á plötunni DrengurMaður, en báðar innihéldu þær efni frá austfirskum rokksveitum. Hroðmör þótti standa þar nokkuð upp úr að mati gagnrýnenda.