Konsert (1986)

engin mynd tiltækHljómsveitin Konsert tók þátt í Músíktilraunum vorið 1986 en komst þar ekki í úrslit. Í sveitinni voru Ingólfur Sigurðsson trommuleikari (SSSól, Rauðir fletir o.fl.), Valdimar Bragi Bragson gítarleikari (Rauðir fletir, Nýdönsk), Hermann Jónsson bassaleikari (Rauðir fletir), Bergur Már Bernburg hljómborðsleikari (Nýdönsk), Sturla [?], og Jói [Jóhann Sigfússon?]. Ekki er ljóst á hvaða hljóðfæri þeir tveir síðast nefndu spiluðu.

Konsert starfaði ekki lengi og Rauðir fletir voru stofnaðir upp úr henni sumarið 1986.