Tregablandin lífsgleði (1988)

Tregablandin lífsgleði

Tregablandin lífsgleði var ein af fjölmörgum hljómsveitum af Akranesi sem skörtuðu Orra Harðarsyni en sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1988.

Meðlimir sveitarinnar voru auk Orra sem lék á bassa, Pétur H. Þórðarson söngvari og gítarleikari, Ingimundur Sigmundsson gítarleikari og Bjarni Hjaltason trommuleikari.

Sveitin kom ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.