Treflar (1965-66)

Treflar

Unglingasveitin Treflar var starfrækt á Akureyri á árunum 1965 og 66.

Meðlimir hennar voru Kári Gestsson gítarleikari, Haraldur Tómasson gítarleikari, Aðalsteinn Bergdal söngvari, Sigurður Ringsted trommuleikari og Ólafur Aðalsteinsson bassaleikari.

Kjarni sveitarinnar átti síðar eftir að starfa saman í fleiri sveitum eins og Þeir og Taxmenn.