Sauna (1999)

Sauna

Hljómsveitin Sauna starfaði 1999 og keppti í Músíktilraunum það árið.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Þórhallur Ólafsson trommuleikari, Hafsteinn Ísaksson söngvari og gítarleikari, Örn Bárður Árnason gítarleikari og Davíð Smári Harðarson (síðar Idolsöngvari) söngvari og bassaleikari.

Sveitin komst ekki í úrslit.