Splendit (1985-86)

engin mynd tiltækHljómsveitin Splendit (einnig nefnd Splendid) var stofnuð síðla árs 1985 og keppti í Músíktilraunum vorið 1986, sveitin komst ekki í úrslit keppninnar.

Splendit var frá Keflavík og Njarðvík og innihélt sjö meðlimi, þar af eina stúlku. Litlar upplýsingar er að finna um sveitina en Ásmundur Örn Valgeirsson og Þórður Helgi Þórðarson (sem síðar skipuðu dúettinn Mullet) léku líklega á hljómborð í henni.

Splendit starfaði eitthvað fram eftir sumri 1986 af því er virðist.