Border (1995)

Border

Akureyska hljómsveitin Border starfaði ekki lengi en keppti í Músíktilraunum vorið 1995 og komst reyndar þar í úrslit.

Meðlimir Border voru Karl H. Hákonarson söngvari og bassaleikari, Friðrik Flosason gítarleikari, Ingi Þór Tryggvason söngvari og gítarleikari, Guðmundur Rúnar Brynjarsson trommuleikari og Hildigunnur Árnadóttir söngkona.

Síðar tók sveitin upp nafnið Flow og starfaði undir því nafni.