Stertimenni (1989-91)

engin mynd tiltækStertimenni er hljómsveit úr Vestmannaeyjum en hún tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1989, þá skipuð þeim Viktori Ragnarssyni bassaleikara, Hafþóri Snorrasyni bassaleikara, Óskari Matthíassyni gítarleikara, Steingrími Jóhannessyni hljómborðsleikara og Ómari Smárasyni söngvara.

Sveitin var enn starfandi 1991 en það ár átti hún lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Meðlimir voru þar Hermann Ingi Hermannsson söngvari, Óskar Matthíasson gítarleikari, Viktor Ragnarsson bassaleikari og Hafþór Snorrason trommmuleikari.