Steingrímur Johnsen (1846-1901)

Steingrímur Johnsen1

Steingrímur Johnsen

Steingrímur Johnsen (f. 10. desember 1846) var Reykvíkingur, og frumkvöðull í sönglist og söngkennslu á Íslandi í lok nítjándu aldar.

Steingrímur var alla tíða áhugamaður um söng, fór til guðfræðináms í Kaupmannahöfn og kenndi við Lærða skólann í Reykjavík þegar heim kom. Hann hóf ennfremur að kenna söng við skólann frá 1877 þegar Pétur Guðjohnsen þáverandi söngkennari lést, og einnig við Prestaskólann frá 1879.

Steingrímur reif þar með upp söngmenninguna í Reykjavík og stofnaði söngflokka sem sungu við opinber tækifæri víða um bæinn við góða orðstír. Steingrímur stóð fyrir ýmsum uppákomum í tengslum við sönginn og stóð að fyrstu tónleikum sem haldnir voru í kirkju á Íslandi, þeir tónleikar voru haldnir í Dómkirkjunni síðla árs 1883 að tilstuðlan þeirra Björns Kristjánssonar og var þar á ferðinni þrjátíu manna kór ungra nemenda Lærða skólans.

Steingrímur var aukinheldur sjálfur söngmaður mikill og var góður rómur gerður að söng hans, hans söng t.a.m. oft einsöng við söngskemmtanir þær er söngfélög hans héldu og einnig varð hann fyrstur Íslendinga til að syngja einsöng við útför hérlendis, þegar hann ásamt Ástu Hallgrímsson sungu einsöng við jarðarför Jóns Sigurðssonar (1880).

Eitt þeirra söngfélaga sem Steingrímur stofnaði með nemendum sínum bar heitið Söngfélagið frá 14. janúar 1892 (eftir stofndeginum) en annað bar heitið söngfélagið Bragi, það var stofnað um aldamótin skömmu fyrir andlát Steingríms (sem lést 1901). Ekki liggja fyrir upplýsingar um önnur söngfélög sem hann kom að en þau voru vafalaust fleiri.