Prelátar (1994-2005)

Hljómsveit með þessu nafni lék í guðsþjónustum og poppmessum í Landakirkju í Vestmannaeyjum á árunum 1994 – 2005. Söngvararnir Guðrún Ágústsdóttir, Hjördís Kristinsdóttir, Þórarinn Ólason og Hreiðar Stefánsson komu fram með sveitinni framan af en þeir Dans á rósum-liðar Viktor Ragnarsson bassaleikari, Eyvindur Ingi Steinarsson gítarleikari og Eðvarð [?] trommuleikari sáu um hljóðfæraþáttinn. Heiða Björk…

Dr. Sáli (1993-95)

Ballhljómsveitin Dr. Sáli starfaði framan af í Vestmannaeyjum en síðar á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem heimildir herma. Ekki er ljóst hverjir skipuðu Dr. Sála að öllu leyti en 1993 mun hún hafa verið níu manna sveit, þá voru meðlimir hennar Gunnlaug Rósalind Sigurðardóttir, Guðlaugur Ólafsson, Óskar Sigurðsson, Pétur Erlendsson [gítarleikari?], Viktor Ragnarsson bassaleikari, Hersir Sigurgeirsson,…

Stertimenni (1989-91)

Stertimenni er hljómsveit úr Vestmannaeyjum en hún tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1989, þá skipuð þeim Viktori Ragnarssyni bassaleikara, Hafþóri Snorrasyni bassaleikara, Óskari Matthíassyni gítarleikara, Steingrími Jóhannessyni hljómborðsleikara og Ómari Smárasyni söngvara. Sveitin var enn starfandi 1991 en það ár átti hún lag á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Meðlimir voru…