N. á nýrómantík (1987-89)

N á ný rómantík

N. á nýrómantík

Hljómsveitin N. á nýrómantík (Enn á ný rómantík) var starfrækt á Akureyri á síðari hluti níunda áratugar síðustu aldar.

Sveitin var stofnuð sumarið 1987 og voru þá í henni Haraldur Davíðsson söngvari, Pétur Eyvindsson gítarleikari, Kristinn Torfason bassaleikari og Haukur Pálmason trommuleikari. Þeir voru allir tæplega tvítugir.

Vorið 1988 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og hafði á að skipa sama mannskap, þeir höfðu ekki erindi sem erfiði í keppninni en sveitin starfaði áfram, að minnsta kosti til 1989.