VSOP [3] (1999)

Hljómsveitin VSOP (V.S.O.P.) var starfandi haustið 1999 en hún kom þá fyrst fram, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir sveitarinnar sem mun hafa verið í rokkaðri kantinum, voru Haraldur Davíðsson söngvari og gítarleikari, Matthías Stefánsson gítarleikari, Ólafur Þór Kristjánsson bassaleikari og Helgi Víkingsson trommuleikari.

N. á nýrómantík (1987-89)

Hljómsveitin N. á nýrómantík (Enn á ný rómantík) var starfrækt á Akureyri á síðari hluti níunda áratugar síðustu aldar. Sveitin var stofnuð sumarið 1987 og voru þá í henni Haraldur Davíðsson söngvari, Pétur Eyvindsson gítarleikari, Kristinn Torfason bassaleikari og Haukur Pálmason trommuleikari. Þeir voru allir tæplega tvítugir. Vorið 1988 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og…

Kredit (1990-94)

Hljómsveitin Kredit frá Akureyri var starfandi á árunum 1990 – 1994, en 1993 átti sveitin lag á safnplötunni Landvættarokk. Á þeirri plötu var Kredit skipuð þeim Hauki Pálmasyni söngvara og trommuleikara, Ágústi Böðvarssyni bassaleikara og Ingvari Valgeirssyni gítarleikara. Einnig var Haraldur Davíðsson söngvari í sveitinni. Sigurður Ingimarsson var fyrsti söngvari og gítarleikari sveitarinnar en ekki…

Skrokkabandið (1987-95)

Akureyrarsveitin Skrokkabandið lét lítið yfir sér, spilaði mest á heimaslóðum norðan heiða en hefur í raun aldrei hætt. Sveitarinnar er fyrst getið í fjölmiðlum 1992 en hún hafði þá líklega verið starfandi síðan 1987, 1992 var Skrokkabandið dúett þeirra Kristjáns Péturs Sigurðssonar söngvara og Haraldar Davíðssonar gítarleikara en þeir höfðu verið áberandi í ýmsum sveitum…