Skrokkabandið (1987-95)

engin mynd tiltækAkureyrarsveitin Skrokkabandið lét lítið yfir sér, spilaði mest á heimaslóðum norðan heiða en hefur í raun aldrei hætt.

Sveitarinnar er fyrst getið í fjölmiðlum 1992 en hún hafði þá líklega verið starfandi síðan 1987, 1992 var Skrokkabandið dúett þeirra Kristjáns Péturs Sigurðssonar söngvara og Haraldar Davíðssonar gítarleikara en þeir höfðu verið áberandi í ýmsum sveitum á Akureyri.

Ekki er að finna upplýsingar um skipan sveitarinnar til þess tíma.

Haustið 1994 fjölgaði heldur betur í Skrokkabandinu, þá bættust í hópinn Magnús Rúnar Magnússon trymbill, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson (Rögnvaldur gáfaði) bassaleikari og Konráð Sigursteinsson gítarleikari og tók stefna sveitarinnar þá algjöra u-beygju um tíma, þeir hættu í frumsömdu þjóðlagapoppi sem áherslan hafði legið á en færðu sig meira yfir í ábreiður í anda sveitaballabanda. Þannig starfaði sveitin líklega til vorsins 1995 og hætti hún líklega fljótlega störfum um það leyti. Sagan segir að Skrokkabandið hafi þá verið búið að taka upp frumsamið efni á heila plötu.

Síðan þá hafa þeir reglulega birst og spilað opinberlega, síðast 2012, og hefur því í raun aldrei hætt. Þá var Skrokkabandið hugsanleg aftur orðið dúett þeirra Kristjáns Péturs og Haraldar.