Joð-ex (1983)

engin mynd tiltækHljómsveitin Joð-ex (JX) frá Akureyri var að öllum líkindum eins konar afsprengi pönkbylgjunnar sem þá hafði gengið yfir landið.

Meðlimir sveitarinnar voru Kristinn Valgeir Einarsson trommuleikari, Sigurjón Baldvinsson söngvari og gítarleikari, Rögnvaldur Rögnvaldsson gítarleikari og Steinþór Stefánsson bassaleikari.

Sveitin átti eitt lag á safnplötunni SATT 3 en hún kom út 1984, þá var Joð-ex áreiðanlega hætt störfum.