Na nú na (1996-97)

Na nú na1

Na nú na

Á árunum 1996 og 97 var starfandi djasshljómsveit á Akureyri undir nafninu Na nú na (Nanúna) en hún hafði verið stofnuð haustið 1996. Sveitin kom þó ekki fram opinberlega fyrr en vorið eftir þegar Jazzklúbbur Akureyrar var endurreistur eftir nokkra ládeyðu. Þá voru í Na nú na Karl Petersen trommuleikari, Stefán Ingólfsson bassaleikari, Heimir Freyr Hlöðversson píanleikari, Róbert Sturla Reynisson gítarleikari og Wolfgang Frost Sahr saxófónleikari.

Sveitin spilaði nokkuð um sumarið 1997 en virðist síðan smám saman hafa lognast útaf, hún var þó vakin til lífsins árið 2004 fyrir eina uppákomu, þá voru meðlimir hennar hinir sömu utan þess að Aladar Rácz var kominn í stað Heimis á píanóið og Róbert gítarleikari var hættur.