
Títus frá Keflavík
Hljómsveitin Títus starfaði í Keflavík 1995 og tók þá um vorið þátt í Músíktilraunum Tónabæjar án þess að komast þó í úrslit.
Títus lék eins konar gleðipopp og voru meðlimir sveitarinnar Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, Guðrún Ósk Gunnlaugsdóttir söngkona, Bergþór Haukdal Jónasson gítarleikari, Vilhelm Ólafsson trommuleikari og Styrmir Barkarson hljómborðsleikari.