Títus [1] (1990-91)

Títus í félagsmiðstöðinni Árseli

Hljómsveitin Títus var starfrækt í Árbænum á árunum 1990 og 91 og var skipuð ungum tónlistarmönnum úr Árbæjarskóla.

Meðlimir Títusar voru í upphafi þeir Daníel Þorsteinsson trommuleikari og Óli Hrafn Ólafsson gítarleikari en fljótlega bættust í hópinn þeir Freyr Friðriksson söngvari og Eggert Gíslason bassaleikari. Sveitin fór mikinn í Árbænum og gerðu þar garðinn frægan með lögum á borð við Sambands hangikjötið fræga, Enskar konur og Jómfrúarmerkið.

Þeir Daníel og Eggert stofnuðu síðar ásamt fleirum hljómsveitina Maus eins og kunnugt er, og störfuðu einnig saman í Brim.