Jónas [1] (1985)

engin mynd tiltækHljómsveitin Jónas úr Hveragerði tók þátt í Músíktilraunum 1985 en meðlimir hennar voru Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari (Nonni og mannarnir, Á móti sól o.fl.), Ágúst Jóhannsson bassaleikari, Magnús Snorrason söngvari og gítarleikari og Birgir Sveinsson trommuleikari.

Sveitin komst í úrslit keppninnar en varð líkast til skammlíf. Sveit með þessu nafni var starfandi í Árnessýslu 1988 en ekki liggur fyrir hvort um sömu sveit sé að ræða.