
Capital
Skólahljómsveit Samvinnuskólans á Bifröst bar heitið Capital veturinn 1979-80 en hefð var fyrir því að hljómsveit starfaði innan skólans og léki á ýmsum samkomum innan hans.
Meðlimir Capital voru þeir Sigurður Vilberg Dagbjartsson gítarleikari, Magnús Stefánsson bassaleikari, Birgir Sævar Jóhannsson gítarleikari, Ingimar Jónsson trommuleikari og Kristján Björn Snorrason harmonikku- og hljómborðsleikari. Einnig munu þeir Friðrik Margeir Friðriksson bassaleikari og Haukur Ingibergsson gítarleikari og söngvari hafa verið viðloðandi sveitina en sá síðarnefndi var þá skólastjóri Samvinnuskólans.
Á vormánuðum 1980 fór sveitin í hljóðver og hljóðritaði þar plötu sem kom út snemma sumars en sveitin hafði þá tekið upp nafnið Upplyfting.