Skólahljómsveitir Samvinnuskólans á Bifröst (1955-87)

Samvinnuskólinn á Bifröst starfaði undir merkjum Samvinnuhreyfingarinnar í áratugi, fyrst í Reykjavík frá 1918 en á Bifröst í Borgarfirði frá 1955 þar til skólinn var færður á háskólastig 1988 en þar starfar hann enn sem sjálfseignastofnun á háskólastigi. Strax á Reykjavíkur-árum samvinnuskólans var eins konar félagslíf komið til sögunnar og á dansleikjum hans voru ýmist…

Sítrónukvartettinn (1975-77)

Sítrónukvartettinn svokallaði var söngkvartett nemenda við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði, sem starfaði þar á árunum 1975 til 77. Meðlimir kvartettsins voru þeir Sigurður Jóhannesson, Freysteinn Sigurðsson, Vigfús Hjartarson og Jón Hallur Ingólfsson, ekki liggur fyrir hvaða raddir þeir félagar sungu en Sigurður og Freysteinn léku aukinheldur á gítara. Sítrónukvartettinn naut töluverðra vinsælda á Bifröst…

Sjö stjörnur án karlkyns (1979)

Óskað er eftir upplýsingum um kvennahljómsveit sem starfaði á Samvinnuskólanum á Bifröst, hugsanlega meðal kennara skólans haustið 1979. Sveitin bar annað hvort nafnið Sjö stjörnur eða Sjö stjörnur án karlkyns og hér er óskað eftir upplýsingum um tilurð hennar, starfstíma, hljóðfæra- og meðlimaskipan o.s.frv.

Sambandsmafían (1985-86)

Veturinn 1985 til 86 starfaði skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði, undir nafninu Sambandsmafían. Þessi sveit lék á skóladansleikjum innan skólans um veturinn og einnig í árlegri söngkeppni hans, Bifróvision um vorið 1986. Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu Sambandsmafíuna en upplýsingar þess eðlis má gjarnan senda Glatkistunni.

Capital (1979-80)

Skólahljómsveit Samvinnuskólans á Bifröst bar heitið Capital veturinn 1979-80 en hefð var fyrir því að hljómsveit starfaði innan skólans og léki á ýmsum samkomum innan hans. Meðlimir Capital voru þeir Sigurður Vilberg Dagbjartsson gítarleikari, Magnús Stefánsson bassaleikari, Birgir Sævar Jóhannsson gítarleikari, Ingimar Jónsson trommuleikari og Kristján Björn Snorrason harmonikku- og hljómborðsleikari. Einnig munu þeir Friðrik…

Bældir tónar (1986)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um sönghóp eða karlakór sem starfaði í Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1986, hversu stór hann var, hversu lengi hann starfaði og hver stjórnaði honum.

Upplyfting (1975-)

Saga hljómsveitarinnar Upplyftingar er nær samfelld frá árinu 1975 og hún telst því vera með eldri sveitum landsins, oft er hún sögð vera frá Samvinnuskólanum á Bifröst – stofnuð þar 1979 eða 80 en hún er nokkrum árum eldri en það og kemur upphaflega frá Hofsósi. Eitt megin einkenni Upplyftingar er, reyndar eins og hjá…