Keldusvínin (1991-92)

engin mynd tiltækTríóið Keldusvínin frá Reykjavík og Húsavík starfaði á árunum 1991 og 92.

Síðara árið keppti sveitin í Músíktilraunum en gerði þar engar rósir, í kjölfarið heyrðist ekkert frá sveitinni. Bergþór Hauksson bassaleikari og söngvari, Ármann Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari skipuðu sveitina þegar hún spilaði í tilraununum.