Keldusvínin (1991 – 1992)

Tríóið Keldusvínin frá Reykjavík og Húsavík starfaði á árunum 1991 og 92. Síðara árið keppti sveitin í Músíktilraunum en gerði þar engar rósir, í kjölfarið heyrðist ekkert frá sveitinni. Bergþór Hauksson bassaleikari og söngvari, Ármann Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari skipuðu sveitina þegar hún spilaði í tilraununum.

Lucifer [2] (1982-83)

Lucifer var þungarokksveit frá Húsavík og var að öllum líkindum starfandi 1983 og 84. Sveitina skipuðu þeir Ármann Guðmundsson gítarleikari og Þorgeir Tryggvason bassaleikari (báðir kenndir síðar við Ljótu hálfvitana), Þráinn Ingólfsson gítarleikari og Gunnar Hrafn Gunnarsson trommuleikari (Greifarnir). Sveitin mun hafa lagt upp laupana fljótlega eftir að Gunnar gekk til liðs við Special treatment…