Kátir strákar (1936-40)

Kátir strákar

Kátir strákar

Á Akranesi var starfandi danshljómsveit – sú fyrsta sinnar tegundar þar í bæ, stofnuð haustið 1936 og mun hafa leikið á böllum á Skaganum og nágrenni.

Meðlimir sveitarinnar sem var tríó, voru Theódór Einarsson harmonikkuleikari (kunnur dægurlaga- og textahöfundur), Sigurður B. Sigurðsson harmonikkuleikari og Guðjón Bjarnason trommuleikari. Ingólfur Runólfsson harmonikkuleikari virðist einnig hafa komið við sögu tríósins, kom þá í stað Theódórs.

Kátir strákar störfuðu í nokkur ár en ekki liggur fyrir hversu lengi nákvæmlega.