Birtan hinumegin (1991)

Birtan hinumegin var eins konar nýbylgjusveit frá Húsavík sem starfaði í skamman tíma 1991 og var þá hluti af hinni svokallaðri Húsavíkursenu í rokkinu. Meðlimir sveitarinnar voru Helgi Pétursson söngvari, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Haraldur Steingrímsson trommuleikari og Aðalheiður [?] bassaleikari.

Keldusvínin (1991 – 1992)

Tríóið Keldusvínin frá Reykjavík og Húsavík starfaði á árunum 1991 og 92. Síðara árið keppti sveitin í Músíktilraunum en gerði þar engar rósir, í kjölfarið heyrðist ekkert frá sveitinni. Bergþór Hauksson bassaleikari og söngvari, Ármann Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari skipuðu sveitina þegar hún spilaði í tilraununum.