Smaladrengirnir úr Neðrakoti (1990)

Smaladrengirnir úr Neðrakoti

Hljómsveitin Smaladrengirnir úr Neðrakoti (SÚNK) frá Húsavík var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1990 en komst þar ekki í úrslit.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Svavarsson söngvari, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Hjálmar Snorrason söngvari, Heimir Kristinsson bassaleikari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari.

Það þótti fréttnæmt að sveitin var sú fyrsta frá Húsavík sem tók þátt í Músíktilraunum síðan Greifarnir sigruðu tilraunirnar 1986.

Ekkert bendir til að hljómsveitin hafi starfað áfram eftir þátttökuna í Músíktilraununum.