Dísel Sæmi (1994)

Dísel Sæmi

Dísel Sæmi

Hljómsveitin Dísel Sæmi (Diesel Sæmi) var af höfuðborgarsvæðinu, keppti í Músíktilraunum vorið 1994, var að öllum líkindum skammlíf og verður varla minnst nema fyrir það eina að hafa innanborðs sjálfan Mugison.

Dísel Sæmi sem lék sýrurokk komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en meðlimir sveitarinnar voru sem fyrr segir Mugison (Örn Elías Guðmundsson) sem var söngvari en aðrir voru Geirmundur J. Hauksson trommuleikari, Magni Sigurður Sigmarsson bassaleikari, Richard Haukur Sævarsson gítarleikari og Baldvin Eyjólfsson gítarleikari.