Djasshljómsveit Hauks Ágústssonar (1986)

engin mynd tiltækDjasshljómsveit Hauks Ágústssonar var tímabundið verkefni á vegum MENOR (Menningarsamtaka Norðlendinga) sem Haukur Ágústsson veitti forstöðu.

Sveitin starfaði haustið 1986 og voru meðlimir hennar víðs vegar af Norðurlandinu, þeir voru auk Hauks sem var söngvari sveitarinnar, Guðjón Pálsson píanóleikari (sem þá var skólastjóri Tónlistarskólans á Hvammstanga), Gunnar Randversson bassaleikari frá Akureyri, Einar Gunnar Jónsson trommuleikari einnig frá Akureyri, Felicity Elsom-Cook saxófónleikari (kennari við Tónlistarskólann á Akureyri og Herdís Jónsdóttir fiðluleikari frá Akureyri.

Djasshljómsveit Hauks fór víða um Norðurland þetta haust og flutti tónlistardagskrá en fleiri skemmtikraftar voru í för.