Djúpárdrengir (um 1963-65)

engin mynd tiltækDjúpárdrengir var heiti á söngkvartett sem mun hafa starfað við Menntaskólann á Akureyri á sjöunda áratug liðinnar aldar.

Nafnið Djúpárdrengir var íslensk þýðing á nafni bandaríska söngkvartettsins Deep river boys sem starfaði í áratugi og kom tvívegis hingað til lands, 1959 og 63, og hefur án efa verið fyrirmynd norðlenska kvartettsins. Menntaskólakvartettinn mun hafa valið þetta nafn í stað þess að nota nafnið MA kvartettinn, sem aðrir höfðu starfað undir við góðan orðstír nokkuð áður.

Meðlimir kvartettsins voru þeir Haukur Heiðar Ingólfsson, Jóhannes Vigfússon, Valtýr Sigurðsson og Jón Hlöðver Áskelsson en Ingimar Eydal var stjórnandi kvartettsins og undirleikari.

Djúpárdrengir störfuðu líklega á árunum 1963-65.