Chao chao (1986)

Chao chao var hljómsveit úr Reykjavík sem tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1986.

Meðlimir þessarar sveitar voru Arnar Freyr Gunnarsson söngvari, Rafn Jónsson hljómborð og Þorsteinn Halldórsson hljómborðsleikari en hún lék eins konar raftónlist.

Chao chao komst ekki áfram í úrslit keppninnar.