Gutlarnir (1992-93)

Hljómsveit með því sérkennilega nafni Gutlarnir starfaði á Suðurnesjunum 1992 og 93 að minnsta kosti. Sveitin var stofnuð um miðbik árs 1992 og voru meðlimir hennar úr Garði og Njarðvíkum. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvernig sveitin var skipuð í upphafi en sumarið 1993 voru í henni Rúnar [?] trommuleikari, Bjarni [?] gítarlekari, Siggi [?]…

Grænir vinir (1991-2015)

Hljómsveitin Grænir vinir starfaði í Garðinum og var vinsæl ballsveit á Suðurnesjunum um nokkurt skeið en sveitin lék nokkuð á árshátíðum og þess háttar skemmtunum. Sveitin mun hafa verið stofnuð 1991 en ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu hana þá utan þess að Birta Rós Arnórsdóttir var söngkona sveitarinnar líklega til ársins 2001 og einnig…

Víkingar [2] (1994)

Söngsveitin Víkingar hefur starfað í Garði um áratuga skeið og skemmt Suðurnesjabúum með söng. Víkingar, sem reyndar er karlakór mun hafa verið stofnaður í árslok 1994 en hugmyndin að stofnun hans má rekja til útilegu sem nokkrir söngmenn úr Garðinum höfðu verið í fyrir norðan fyrr sama ár, þar sem söngur og gleði hafði ríkt.…

Karlakórinn Víkingar [1] (1945-60)

Litlar upplýsingar finnast um Karlakórinn Víkinga sem starfaði um miðja síðustu öld í Garðinum. Vitað er að kórinn starfaði 1945 og 1960, og að sr. Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum stjórnaði honum um tíma. Annað liggur ekki fyrir um þennan kór.