Skólakór Gerðaskóla [1] (1985-93)

Skólakór Gerðaskóla 1987

Sönglíf var nokkurt í Gerðaskóla í Garði á sínum tíma og var þar skólakór starfræktur um skeið, að minnsta kosti á árunum 1985 til 93 en líklega þó lengur.

Fyrir liggur að söngkennsla var við Gerðaskóla allt frá árinum 1952 en um það leyti kom Auður Tryggvadóttir til starfa sem söngkennari skólans. Auður var mikilvirk í söngstarfi þorpsins, stjórnaði stúkukórum barna m.a. og því er ekki ólíklegt að skólakór hafi verið starfandi við skólann þó ekki væri nema hluta þess tíma er hún starfaði við skólann en þar var hún allt til 1978. Upplýsingar um það mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Staðfest er að árið 1985 stjórnaði Siguróli Geirsson skólakór við Gerðaskóla og sá kór gæti hafa verið starfræktur nokkuð samfleytt að minnsta kosti til 1993, kór sem ýmist er kallaður skóla- eða barnakór. Kórinn hafði að geyma um tuttugu og fimm meðlimi (á aldrinum 9-12 ára) árið 1992 sem hlýtur að teljast þokkaleg stærð í skóla sem ekki var mjög fjölmennur. Ekki liggur fyrir hver eða hverjir stjórnuðu kórnum eftir Siguróla en Jónína Guðmundsdóttir gæti hafa verið einn stjórnenda hans. Um tíma var um starfstarf Gerðaskóla og tónlistarskólans í þorpinu að ræða hvað kórastarfið varðar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um kórastarf við Gerðaskóla á síðustu öld.