Skrýplarnir (1979)
Allir þekkja strumpana (The Smurfs) og sögurnar um þá en belgíski teiknarinn Peyo (Pierre Culliford) skóp þá á sjötta áratug síðustu aldar, upphaflega sem aukapersónur í teiknimyndasögu um Hinrik og Hagbarð en síðar urðu þeir aðalpersónur í eigin bókum og í kjölfarið fylgdu síðar teiknimyndir, kvikmyndir o.fl. Hollenski söngvarinn og leikarinn Pierre Kartner (Petrus Antonius…