Skólakór Fossvogsskóla (1978-83)

Skólakór Fossvogsskóla

Fáar heimildir finnast um kór nemenda við Fossvogsskóla sem starfaði undir lok áttunda áratugarins og við byrjun þess níunda.

Svo virðist sem kórinn hafi verið stofnaður haustið 1978 og starfað fram á vorið 1983, stjórnandi hans frá 1980 að minnsta kosti var Margrét Ólafsdóttir en ekki liggur fyrir hver stjórnaði honum fram að því – upplýsingar þess efnis má gjarnan senda Glatkistunni.

Skólakór Fossvogsskóla söng í nokkur skipti opinberlega á starfstíma sínum og kom m.a. fram í útvarpsdagskránni.