Skólakór Grunnskólans á Hellissandi (1997-2004)

Í kringum síðustu aldamót var kór nemenda starfræktur við Grunnskólann á Hellissandi en ekki eru miklar upplýsingar að finna um þennan kór.

Fyrir liggur að kórinn var starfandi vorið 1998 undir stjórn Svavars Sigurðssonar og gera má ráð fyrir að hann hafi þá verið starfandi um veturinn en heimildir finnast ekki um að hann hafi verið starfræktur fyrir það. Einnig var skólakór í skólanum veturinn 2003-04 en þá um sumarið voru skólarnir á Hellissandi og í Ólafsvík sameinaðir undir nafninu Grunnskóli Snæfellssbæjar, nýr kór var settur síðar á fót undir merkjum þess skóla en það er önnur saga.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Skólakór Grunnskólans á Hellissandi.