
Skólakór Hamarsskóla
Í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum starfaði kór um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar og fram á þessa öld.
Það var Bára Grímsdóttir tónskáld sem þá starfaði um skeið í Vestmannaeyjum, sem hafði veg og vanda af stofnun kórsins og stjórnaði honum meðan hún bjó í Eyjum til 2002.
Skólakór Hamarsskóla kom einkum og aðallega fram á tónleikum í Vestmannaeyjum en ferðaðist eitthvað upp á meginlandið líka, um tíma voru tvær kóradeildir innan kórsins, yngri deild með börn af yngsta skólastiginu og svo eldri deild með öðrum nemendum Hamarsskóla.