Gutl [1] (1996)

Gutl

Hljómsveitin Gutl úr Reykjavík var ein þeirra sveita sem keppti í Músíktilraunum vorið 1996, komst þar í úrslit og reyndar gott betur því hún hafnaði í þriðja sæti tilraunanna á eftir Stjörnukisa og Á túr.

Meðlimir Gutls voru þau Ylfa Ösp Áskelsdóttir bassaleikari, Kristín Halla Bergsdóttir fiðluleikari, Katrín Aikins trommuleikari og söngvari, Bjarki Sigurðsson gítarleikari og Magnús H. Magnússon hljómborðsleikari. Katrín söngvari var í keppninni fyrst til að rappa í Músiktilraununum en textinn var líklega unninn upp úr Shakespeare ef upplýsingarnar eru réttar, þannig má segja að Gutl hafi verið eins konar tímamótasveit í tilraununum þó svo að hún hafi ekki beinlínis verið rappsveit. Fyrrnefnd Kristín Aikins vann að auki titilinn besti söngvari Músíktilraunanna 1996.

Svo virðist sem Gutl hafi hætt störfum fljótlega eftir Músíktilraunir.