
Sálin hans Jóns míns
Árið 2003 var settur á stofn aðdáendaklúbbur hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns míns en sveitin átti þá fimmtán ára afmæli og var klúbburinn stofnaður af því tilefni Hann hlaut nafnið Gullna liðið, sem var eins konar tilbrigði við titil safnplötu sveitarinnar frá 1998 sem hét Gullna hliðið (sem aftur var skírskotun í leikgerð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi byggt á ljóði hans, Sálinni hans Jóns míns).
Gullna liðið var stofnað haustið 2003 og fljótlega voru meðlimir klúbbsins orðnir um fimm hundruð talsins en þeim fjölgaði jafnt og þétt, og á fimm ára afmæli klúbbsins 2008 voru meðlimir hans skráðir um fimmtán hundruð talsins. Forsprakki hópsins var Laufey Jörgensen og var hún jafnframt ritstjóri vefsíðu klúbbsins salin.is meðan sú síða var virk.
Ekki liggur fyrir hvort klúbburinn sé enn starfandi.