Gulu skórnir hans Gilla (1993)

Lítið liggur fyrir um hljómsveit sem bar nafnið Gulu skórnir hans Gilla og lék á Listahátíð Fellahellis, sem haldin var vorið 1993. Sveitin lék þar á „þyngra sviði“ svo reikna má með að tónlist sveitarinnar hafi verið í þyngri kantinum.

Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar sem að öllum líkindum hefur verið fremur skammlíf.