Gullkorn (um 1976)

Hljómsveitin Gullkorn ku hafa starfað innan Menntaskólans við Tjörnina um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin var að minnsta kosti starfandi 1976 og hugsanlega í nokkur ár eftir það, jafnvel til ársins 1979.

Meðlimir Gullkorns/Gullkorna voru þeir Michael Clausen gítarleikari, Jón Karl Ólafsson hljómborðsleikari, Erling S. Kristmundsson trommuleikari og Hafsteinn Andrésson bassaleikari, ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar. Einnig gætu fleiri hafa komið við sögu hennar.