Gunnar Erlendsson [1] (1900-74)

Guðmundur Erlendsson

Ekki er mikið vitað um Vestur-Íslendinginn Gunnar Erlendsson sem kalla mætti framámann í tónlistarlífi Íslendinga í Winnipeg í Kanada.

Gunnar fæddist aldamótaárið 1900 að öllum líkindum á Íslandi en fluttist vestur um haf tvítugur að aldri. Hann menntaði sig í tónlist í Kaupmannahöfn en ekki liggur fyrir hvort það var eftir að hann fór til Ameríku. Hann dvaldi á Íslendingaslóðum vestra til dauðadags, starfaði lengst af í Winnipeg í Manitoba en einnig um tíma í Vatnabyggðum í Saskatchewan þar sem Íslendingar bjuggu líka.

Gunnar var píanóleikari í grunninn, lék undir söng á ýmsum samkomum s.s. á tónleikum hjá einsöngvurum, kórum o.fl. Hann var jafnframt organisti Sambandskirkjunnar í Winnipeg í 30 ár og stjórnaði kór kirkjunnar einnig, þá stjórnaði hann Íslenska karlakórnum í 30 ár einnig og var undirleikari kórsins, sem og undirleikari Svensk-íslenska karlakórsins. Hann kenndi einnig á píanó um árabil.

Gunnar var heiðraður af Þjóðræknifélagi Íslendinga í Winnipeg fyrir starf sitt á sjötugs afmælinu en hann lést árið 1974.